Aukaaðalfundur Arkitektafélags Íslands
Arkitektafélag Íslands boðar til aukaaðalfundar miðvikudaginn 26. október nk. milli kl. 17.00-18.30. Á fundinum verður annarsvegar farið yfir þau gögn sem AÍ styðst við í samkeppnum og hinsvegar verða kynntar hugmyndir stjórnar og kjaranefndar AÍ að aðgreina stéttarfélagið AÍ frá fagfélaginu AÍ.
Undanfarin tvö ár hefur samkeppnisnefnd og stjórn verið að yfirfara og uppfæra öll samkeppisgögn AÍ. Á sama tíma hefur kjaranefnd ásamt stjórn AÍ verið að skoða það að aðgreina stéttarfélagið AÍ frá fagfélaginu AÍ. Á fundinum munu stjórn, samkeppnisnefnd og kjaranefnd AÍ kynna vinnu sína fyrir félagsmönnum og um leið óska þau eftir samtali við félagsmenn um þau.
Hvar: Fenjamýri, Grósku, Bjargargötu 1
Hvenær: Miðvikudaginn 26. október kl. 17.00-18.30
Fundurinn verður einnig í boði sem fjarfundur. Sjá hlekk hér fyrir neðan.