Kurtogpi óskar eftir að ráða arkitekt

Kurtogpi óskar eftir að ráða arkitekt(a) til að vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem eru á borði stofunnar. Leitað er eftir metnaðarfullum, skapandi og vinnufúsum arkitektum, sem hafa staðgóða og fjölbreytta hönnunarreynslu.
Æskilegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu á VectorWorks og BIM, auk þess sem kunnátta á önnur þrívíddar- og myndvinnsluforrit er kostur. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Áhugasamir sendi upplýsingar, ferilskrá og yfirlir yfir fyrri verk, á netfangið info@kurtogpi.is fyrir 14. október næstkomandi.