Innflutningsboð í Hönnunarsafni Íslands
Unnar Ari Baldvinsson, grafískur hönnuður, heldur innflutningsboð föstudaginn 27. september kl. 17 fyrir vinnustofudvöl í Hönnunasafni Íslands.
Unnar Ari er fæddur árið 1989 á Akureyri og stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Accademia Italiana í Flórens og Florence University of the Arts. Þaðan útskrifaðist hann árið 2013 með gráðu í grafískri hönnun og ljósmyndun. Unnar starfar sem myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Hann hefur fengist við fjölbreytt verkefni og þrífst á að takast á við vitræn viðfangsefni á skapandi hátt.
Opnun á sýningunni Örverur á heimilinu fer fram á sama tíma í Hönnunarsafni Íslands.