Theodóra Alfreðsdóttir sýndi skartgripalínu á London Design Festival
Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir frumsýndi nýja skartgripalínu sem hún hannaði fyrir skartgripamerkið POINT TWO FIVE sem fékk hönnuði og listamenn til liðs við sig til hanna nýjar línur, sem svo eru svo smíðaðar af gullsmiðum.
„Merkið er staðsett í Birmingham, en Birmingham er þekkt fyrir að vera hverfi sem einu sinni var fullt af gullsmiðum og kallaðist “jewellry quarter“ en það hefur því miður minnkað gegnum árin. Hugmyndin á bak við merkið var því að virkja þetta hverfi með því að fá vöruhönnuði/listamenn sem þekkja ekki til skartgripagerðar, til þess að hanna gripi sem yrðu svo gerðir af gullsmiðum.“
Afraksturinn var svo frumsýndur á London Design Festival sem fór fram í síðustu viku, en sex alþjóðlegum hönnuðum voru valdir í verkefnið
- Theodora Alfreðsdóttir - íslenskur hönnuður sem vinnur í London.
- Wendy Andreu - franskur hönnuður sem vinnur í París
- Sebastian Bergne - breskur hönnuður sem vinnur í London
- Daniel Eatock - breskur listamaður sem vinnur í London
- Harry Grundy - breskur listamaður sem vinnur í Margate
- Jamie Wolfond - kanadískur hönnuður sem vinnur í Toronto
Theodóra gerði tvær „fjölskyldur“; Perla (hálsmen og hringur) og Borði (hringir), sem báðar eiga eftir að stækka og bæta við sig eyrnalokkum og fleira.
PERLA
Perla tekur hina klassísku perlufesti og uppfærir hana á nútímalegan og tímalausan máta. Hún einblínir á uppruna perlunnar inni í ostruskelinni, þar sem hún dregur fram lögun og form perlanna til að skapa ílát sem halda utan um þær.
BORÐI
Borði er innblásinn af gömlum húsum á Íslandi sem oft eru klædd með bárujárni. Það að beygja og brjóta pappa og plötuefni úr tvívídd yfir í þrívídd er gegnum gangandi í verkum og vörum Theodóru - hér byrjaði hún með pappír þar sem auðvelt var að ná skörpum hornum, en þegar formin voru svo heimfærð yfir í þunnan málminn breyttust skörpu línurnar í mjúka boga, vegna efniseignaleika málmsins. Þessir bogar minna óneitanlega á fíngerðar hreyfingar borða sem hringirnir draga nafnið sitt af.