Innleiðing lífsferilsgreininga - Morgunfundur
Föstudaginn 3. maí milli 9.00-10.30 mun Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, SAMARK (SI) og Arkitektafélag Íslands standa sameiginlega að morgunfundi þar sem ný samþykkt breyting á byggingareglugerð um innleiðingu lífsferilsgreininga verður kynnt fyrir arkitektum.
Breytingin sjálf mun taka gildi 1. september 2025 og því höfum við núna smá aðlögunartíma sem við ætlum að nýta sem best.
Dagskrá:
Elín Þórólfsdóttir, sérfræðingur HMS
-Innleiðing LCA á Íslandi
Áróra Árnadóttir, frkv.stj. Grænni byggðar
-Meðaltalsgögn til viðmiðunar fyrir íslenskar aðstæður
Reynslusögur og umræður
Góð og styrkjandi morgunhressing í boði. Húsið opnar kl. 8.45.
Öll velkomin!