Skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Mýrdalshreppur efnir í samráði við Arkitektafélag Íslands til framkvæmdasamkeppni um verkefnið Austurbyggð Víkur – skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
Markmið samkeppninnar er að gera tillögu að fjölbreyttu og lifandi íbúðarhverfi í tengslum við verslun- og þjónustu með fallegt og spennandi heildaryfirbragð. Tillagan taki mið af skuldbindingum sveitarfélagsins um íbúðauppbyggingu og lóðaframboð til næstu ára og sjónarmiðum sem komu fram í íbúakönnun. Hverfið endurspegli heildarsvip og staðaranda bæjarins, sérstöðu hans og sögu. Horft verður til samspils íbúðarbyggðar og verslunar- og þjónustu á svæðinu og það hvernig ný íbúðarbyggð tengist bænum og náttúrunni umhverfis Vík.
Áherslur dómnefndar
Eftirtalin atriði eru mikilvæg við mat dómnefndar á tillögum:
- Heildaryfirbragð skipulags og tengsl við náttúru og nærumhverfi
- Að tillagan bjóði upp á aðlaðandi og lifandi byggð með fjölbreyttum íbúðum og húsagerðum. Falleg og skjólgóð leik- og útisvæði fléttist inn í byggðina.
- Samspil íbúðabyggðar og verslunar- og þjónustulóða.
- Tillagan gefi kost á áfangaskiptingu við uppbyggingu hverfisins frá vestri til austurs.
- Rökrétt og góð tenging við eldri hluta bæjarins með sérstöðu og sérkenni hans að leiðarljósi. Hugað verði að skjóli fyrir ríkjandi austanátt og hljóðvist vegna umferðar
Form og tilhögun samkeppni
Form samkeppni er framkvæmdasamkeppni þar sem leitað er eftir tillögu að skipulagi. Samið verður við vinningshafa um áframhaldandi þróun og frágang deiliskipulags. Tilhögun keppni er opin samkeppni þar sem öllum þeim sem uppfylla skilyrði samkeppnislýsingar er heimil þátttaka.
Tímalína
- 19. apríl Samkeppnisgögn afhent
- 10. maí Fyrirspurnarfrestur rennur út
- 17. maí Svör við fyrirspurnum*
- 28. júní Skilafrestur tillagna (áður auglýst 13. júní)**
Verðlaun
Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 6.000.000.
- 1. verðlaun: kr. 3.000.000
- 2. verðlaun: kr. 2.000.000
- 3. verðlaun: kr. 1.000.000
Dómnefnd
Tilnefndir af verkkaupa
- Björn Þór Ólafsson, oddviti
- Drífa Bjarnadóttir, varaoddviti
- George Frumuselu, skipulagsfulltrúi
Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands
- Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt AÍ
- Gunnar Örn Sigurðsson, arkitekt AÍ
Verkefnastjóri samkeppninnar
- Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps
Trúnaðarmaður
- Gerður Jónsdóttir, frkv.stj.AÍ
Netfang: trunadarmadur@ai.is - * Engar fyrirspurnir bárust á fyrirspurnartíma.
** Vegna ósammræmis í samkeppnislýsingu á hvenær eigi að skila inn gögnum í samkeppnina hefur dómnefnd tekið þá ákvörðun að framlengja skilafrest til 28. júní.