Hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár
Bláa Lónið í samstarfi við HönnunarMars, Arkitektafélag Íslands og FÍLA - Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir samtali um viðbragðshönnun–hlutverk hönnunar þegar bregðast þarf við náttúruhamförum eða ófyrirséðum aðstæðum. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 26. apríl kl. 12:00 - 14:00 í Grósku.
Getum við hannað okkur í gegnum náttúruvá?
Samtal um viðbragðshönnun og gildi hönnunar þegar bregðast þarf við náttúruhamförum. Valdir sérfræðingar á sviði hönnunar fjalla um hlutverk hennar á tímum jarðhræringa og nokkrum spurningum verður velt upp með það að markmiði að nýta þá reynslu sem safnast hefur saman í atburðum síðustu ára.