Velkomin í opnunarhóf HönnunarMars 2024
Við blásum í lúðra sextánda árið í röð þegar HönnunarMars hátíðin verður sett með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu 24. apríl kl. 17:00.
Í opnunarhófinu verður tóninn settur fyrir hátíðina framundan, sem í ár býður gesti velkomna í sirkus. Sirkusstemmingin verður því alltumlykjandi með óvæntum uppákomum, stuðtónlist frá FM Belfast dj setti, glimmeri og gleði.
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina formlega.
Hittumst, skálum og marserum svo saman á opnanir og sýningar sem hefjast strax í kjölfarið út um alla borg.
Öll velkomin!
HönnunarMars 2024 speglar ástand heimsins í sirkusnum þar sem öllu er snúið á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki!
Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ dagana 24. - 28. apríl.
Leikur að efnum, samspil náttúru við tækni, nýting annars flokks hráefna og nýjar skapandi lausnir fyrir samfélagið er meðal þess sem lítur dagsins ljós.
Kynntu þér dagskránna hér