Íslenskt timbur og arkitektar
Verkefnið Íslenskt timbur er unnið að frumkvæði Hlyns Axelssonar, arkitekts, en því er ætlaða að fjalla um framtíðarnýtingu íslensks timburs í mannvirkjagerð.
Skógar Íslands hafa vaxið og dafnað og gefa einstakt tækifæri til að nýta innlent timbur í mannvirkjagerð. Með því að velja íslenskt timbur stuðlum við að lægra kolefnisspori og eflum hringrásarhagkerfið. Notkun innlends efniviðs í hönnun og framleiðslu mannvirkja styrkir hagvöxt og skapar ný störf á Íslandi.
Meginmarkmið verkefnisins er að auka notkun og nýtingu á íslensku timbri í mannvirkjagerð með því að bæta aðgengi að upplýsingum og auðvelda notkun þess í hönnunarferlum.
Verkefnið er styrkt af Aski - Mannvirkjarannsóknarsjóði 2024.
Framtíðarsýn fyrir verkefnið er:
- Að efla samstarf milli íslenskra timburframleiðenda og mannvirkjahönnuða til að stuðla að aukinni notkun íslensks timburs í byggingariðnaði.
- Skoða öll tækifæri sem til staðar eru til að nýta íslenskt timbur í mannvirkjahönnun á Íslandi
- Stuðla að þróun á sjálfbæru íslensku byggingarefni
- Nánari upplýsingar á islenskttimbur.is
Hefur þú unnið verkefni þar sem þú hefur nýtt íslenskt timbur?
Aðstandendur verkefnisins vilja gjarnan sýna á heimasíðunni verkefni þar sem íslenskur viður hefur verið nýttur, ef þú ert tilbúin(n) í það, geturðu haft samband við Hlyn Axelsson, hlynur@haxark.is.