Bóka- og aðventugleði AÍ
Dagskrárnefnd AÍ stendur fyrir hlýlegri bóka- og aðventugleði fyrir félagsmenn í Fenjamýri í Grósku þriðjudaginn 10. desember kl. 20:00. Að venju munu höfundar bóka um arkitektúr og hönnun mæta á svæðið og kynna verk sín.
Þetta eru þau:
- Alma Sigurðardóttir með bókina Byggingarnar okkar: Íslensk byggingarlistasaga fyrir börn
- Björn G. Björnsson með Frumherjar: tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900
- Halla Bára Gestsdóttir með Lifun
Léttar veitingar verða í boði, m.a. jólaglögg og piparkökur.
Öll velkomin.
Hvar: Fenjamýri í Grósku
Hvenær: Þriðjudaginn 10. des. kl. 20:00