Kertastjaki Studió Fléttu í hátíðarbúning og sérhönnuð jólakerti Þórunnar Árnadóttur

Nú fyrir jólin verður hægt að kaupa sérstaka hátíðarútgáfu af mínútustjaka hönnunarstofunnar Studíó Fléttu ásamt sérstökum kertum sem hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hannaði með stjakann í huga í samstarfi við Kertasmiðjunni. Báðar vörurnar, hannað og framleiddar á Íslandi, fást í Rammagerðinni í takmörkuðu upplagi.
Mínútustjakinn frá Studió Fléttu, vöruhönnuðunum Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur, er ein af þekktari vörum Fléttu og nú fyrir jólin var gerð hátíðarútgáfa af stjakanum; fjögurra arma aðventustjaki.




Sérstök jólakerti voru síðan hönnuð af Þórunni Árnadóttur með nýja aðventustjakann í huga. Þórunn er á heimavelli þar sem kertahönnun er annars vegar og hefur nú þegar komið að hönnun á nokkrum kertalínum.
Rammagerðin leitaði til Þórunnar með þá hugmynd að hefja framleiðslu og samstarf við gróið kertafyrirtæki á Suðurlandi og nú hafa fyrstu kertin litið dagsins ljós, sem framleidd eru í Kertasmiðjunni. Hugmyndin er að samvinnu Þórunnar við þetta einstaka fyrirtæki, sem framleitt hefur kerti frá árinu 1994, verði haldið áfram á nýju ári og fleiri kertalínur hannaðar sem framleiddar verða hjá Kertasmiðjunni.




Þessi jól er því hægt að nálgast einstaka handgerða vöru í Rammagerðinni, þar sem ungir og reynslumiklir hönnuðir, sem átt hafa í samstarfi við Rammagerðina eða eru að hefja samstarf, leiða saman hesta sína við gerð sérvöru sem er hönnuð og framleidd að öllu leiti á Íslandi.