Kjarasamningur samþykktur af félasmönnum AÍ og SAMARK
Nýundirritaður kjarasamningur hefur verið samþykktur af bæði félagsmönnum AÍ í BHM og félagsmönnum SAMARK. Samningur var undirritaður af kjaranefnd AÍ og SAMARK 7. apríl sl. en í nýundirrituðum samningi er m.a. kveðið á um styttingu vinnuvikunnar. Þann 13. apríl hélt kjaranefnd AÍ kynningarfund fyrir félagsmenn og í framhaldi hans var opnað fyrir kosningu um samninginn sem lauk 19. apríl sl. Samningurinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
Ástæða þess að kjarasamningsumræður voru teknar upp að nýju svona fljótlega eftir að skrifað var undir síðasta samning er vegna breytinga á samningi annarra aðildarfélaga BHM og SA þar sem að stytting vinnuvikunnar var í brennidepli.
Nýr samningur tekur gildi 1. maí 2021
Við óskum AÍ og SAMARK til hamingju með þetta skref!