Klassísk tónlist túlkuð með myndrænum hætti

Mynd af plötuumslagi sem sýnir Víking Ólafsson píanista að mála með fingrunum
Ljósmyndari: Ari Magg

Fyrr í mánuðinum kom út ný plata Víkings Heiðars Ólafssonar hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Deutsche Grammophon. Hönnun og listræn stjórnun plötuumslagsins var í höndum Helgu Gerðar Magnúsdóttur teiknara og grafísks hönnuðar hjá Marginalia og HGM.

Á plötunni spinnur Víkingur  af sinni alkunnu næmni samtal milli frönsku tónskáldanna Debussy og Rameau og túlkar tónlist þeirra í nýju samhengi. Um nálgunina við hönnun umslagsins segir Helga Gerður: „Í hönnuninni reyni ég að túlka tónlistina á myndrænan hátt. Verkin á plötunni eru litskrúðug, leikandi og draumkennd og flutningur Víkings leiftrandi fagur og tær.“

Farsælt samstarf Helgu Gerðar og Víkings spannar orðið 13 ár. Helga Gerður hefur meðal annars alfarið séð um hönnun og listræna stjórnun myndefnis á öllum plötum Víkings hjá Deutsche Grammaphon og Dirrindí, útgáfufyrirtækis í eigu hans, auk tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem Víkingur setti á laggirnar árið 2012.

Höfundur
María Kristín Jónsdóttir

Tögg

  • Grafísk hönnun
  • Helga Gerður Magnúsdóttir
  • Víkingur Ólafsson
  • HA