Kristín Þorkelsdóttir hlýtur fálkaorðuna
Grafíski hönnuðurinn og listakonan Kristín Þorkelsdóttir var ein af tólf Íslendingum sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega á Bessastöðum á nýársdag.
Kristín hlaut orðuna fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar.
Kristín hlaut heiðurverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2020 þar sem kom meðal annars fram að óhætt sé að segja að verk hennar séu þjóðþekkt. Hún hannaði þá peningaseðla sem notaðir eru hér á landi, útlit íslenska vegabréfsins og ýmis þjóðþekkt merki sem blasað hafa við Íslendingum í áratugi. Fyrir jólin kom út bókin Kristín Þorkelsdóttir þar sem þær Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir varpa ljósi á fjölmörg verk Kristínar og þeirra óskráðu sögu. Bókin er gefin út af Angústúru.
„Verk Kristínar eru áferðarfögur og djúp af fróðleik og það sem einkennir vinnubrögðin er alúð og ástríða. Kristín er fædd árið 1936 og hönnunarsaga hennar hefst þegar hún er 15 ára gömul og hefur nám í myndlistardeild Myndlista- og handíðaskólans, þaðan sem hún útskrifast árið 1955. Samhliða námi vann Kristín á teiknistofu Sveins Kjarvals, auk þess að vera aðstoðarkennari Sverris Haraldssonar listmálara.“
frá dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020