Kynningarfundur - Norræn fjármögnun grænna verkefna
Kynningarfundur um Nopef, Norræna verkefnaútflutningssjóðinn og NEFCO. Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, fer fram á morgun, fimmtudaginn 12. september, kl. 9.00 - 10.30. Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu.
Íslensk fyrirtæki eiga möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Á fundinum verða hlutverk og starfsemi Nopef og NEFCO kynnt auk þess sem tvö fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við félögin.
Framsögumenn á fundinum verða:
Mikael Reims, framkvæmdastjóri Nopef
Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO
Þorsteinn Ingi Víglundsson, Thor Ice Chilling Solutions
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Carbon Recycling International (CRI)
Mikael og Þórhallur verða einnig til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir.
Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík og er öllum opinn.
Skráning er þó nauðsynleg.
Ýttu hér til að skrá þig
Hér er viðburðurinn á heimasíðu Íslandsstofu.