Sýningin Hafið – Reflections of the sea opnar í Felleshus í Berlin

Sýningin Hafið - Reflections of the sea opnaði á dögunum í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín en þar eru til sýnis listaverk á fjórða tug íslenskra listamanna sem á einn eða annan hátt eru tengd hafnu og vörur frumkvöðla á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávaraafurða.

María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Þýskalandi, opnaði sýninguna ásamt sýningarstjóranum Evu Þengilsdóttur. Fólk gat nýtt sér tímann og skoðað allt það sem í boði var á sýningarsvæði hússins og þegar myrkva tók færðu gestir sig út á torgið á sendiráðasvæðinu til að skoða verk Finnboga Péturssonar. Í þessu einstaka verki er ljósi er endurkastað af öldum, sem myndaðar eru með hátölurum ofan í dökkleitu vatninu, yfir á granítklett sem fluttur var úr einum af fjörðum Noregs og prýðir nú norsku sendiráðsbygginguna. Viðstöddum gafst einnig kostur á á að horfa á myndina „KAF“ sem fjallar um Snorra Magnússon íþróttakennara og frumkvöðul í ungbarnasundi, svo fátt eitt sé nefnt.

Verk á sýningunni eiga:


Myndlist: Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Ragna Róbertsdóttir


Kvikmyndagerð: Anna Rún Tryggvadóttir, Elín Hansdóttir, Hanna Björk Valsdóttir


Ritlist: Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir

Tónlist: Ásgeir, Björk, Bubbi Morthens, Daniel Björnsson, Emiliana Torrini, Gyða Valtýsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Högni, Iceland Symphony Orchestra, Mammút, Maria Huld Markan Sigfúsdóttir, Of Monsters and Men, Ólafur Arnalds, Samaris, Víkingur Ólafsson.

Hönnun: Arkibúllan, Dögg Guðmundsdóttir, Hugdetta, María K. Magnúsdóttir, Þórunn Árnadóttir

Kynning samhliða sýningunni á nýrri hugsun og vörum á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarafurða: Frumkvöðlar: Andrá, Atson, Benecta, Dropi, Elinora’s Royal Natural Snack, Feel Iceland, Genki, Kerecis, Primex / Hönnunarverkefni: Ari Jónsson, Birta Brynjólfsdóttir, Ólöf Sigþórsdóttir

Sýningin verður opin til 18. apríl á þessu ári en það er sendiráð Íslands í Berlín stendur fyrir henni og með sýningarstjórn og sýningarhönnun fer Eva Þengilsdóttir.


Grafísk hönnun, Paul Bieri/Dia, uppbygging, Gerd Kunze, Felleshus og sendiráð Íslands.

Mynd á upplýsingaborðum – Finnbogi Pétursson

Stuðningsaðilar: Icelandair, Íslandsstofa og þakkir: Hönnunarmiðstöð, ISLIT, KÍM, Persons Projects, SFH, STEF, Rithöfundasambandið, ÚTÓN, ProPack, Hampiðjan.

Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Myndlist
  • Hönnun