Laugavegur - annar fyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmyndar LHÍ
Annar fyrirlestur Sneiðmyndar - sameiginlegrar fyrirlestrarraðar arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands - verður haldinn miðvikudaginn 20. október næst komandi.
Þar munu Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræða við Hönnunardeild, og Guðni Valberg, arkitekt, fjalla um bókina Laugavegur. Í henni er byggingar- og verslunarsaga aðalgötunnar sögð í máli og myndum.
Í erindinu munu þau fjalla um sögu valinna húsa við götuna og segja frá gerð bókarinnar.
Bókin er samstarfsverkefni Önnu Drafnar og Guðna, sem er hollnemi LHÍ og einn eigandi arkitektastofunnar Trípólí. Anna og Guðni hafa áður gefið út bókina Reykjavík sem ekki varð (2014) þar sem þau ráku sögu opinberra bygginga í Reykjavík sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja.
Fyrirlesturinn hefst kl 12:15 og fer fram í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.
Öll velkomin !