Lendager á Íslandi óskar eftir reynslumiklum arkitekt og/eða byggingarfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum
Lendager á Íslandi óskar eftir reynslumiklum arkitekt og/eða byggingarfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum. Lendager er þverfagleg arkitekta- og tilraunastofa sem vinnur að grænum umskiptum tengdum hinu manngerða umhverfi. Við vinnum að verkefnum á sviði arkitektúrs, borgarskipulags og nýsköpunar á efnum og kerfum.
Lendager á Íslandi er dótturfélag dönsku stofunnar Lendager en stofurnar vinna saman að fjölbreyttum verkefnum út um allan heim.
REYNSLA
- Mastersgráða í arkitektúr, byggingarfræði eða sambærileg menntun tengd mannvirkjagerð
- Minnst 5 ára starfsreynsla í faginu auk reynslu af hönnun, verkefnastjórnun og samræmingarhönnun í fjölbreyttum verkefnum.
- Hæfni og reynsla til að hafa umsjón með ferlum sem tengjast byggingarumsóknum, samskiptum við viðskiptavini í gegnum hönnunar- og byggingarferlið.
- Reynsla og áhugi til að takast á við flóknar hönnunaráskoranir á fjölbreyttum skala og geta til að þróa þær yfir í arkitektaverkefni með áherslu á nýsköpun á tímum loftslagsbreytinga.
- Sveigjanleiki og áhugi á að læra nýja hluti.
- Reynsla af viðhaldi pottaplantna er æskileg.
Áhugasöm sendi ferilskrá og dæmi um fyrri verk, á netfangið bs@lendager.com fyrir 15.apríl næstkomandi.