Með sjálfbærni að lífsstarfi - Málþing um Jón Kristinsson arkitekt
Fimmtudaginn 21. mars halda Háskóli Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð og Húsnæðis-og mannvirkjastofnun málþing um sjálfbærar lausnir Jóns Kristinssonar arkitekts í tilefni af 60 ára starfsafmælis Jóns. Málþingið fer fram í Veröld - Húsi Vigdísar, og stendur frá kl. 15.00-17.10.
Jón hefur búið í Deventer í Hollandi meirihluta ævinnar og nam arkitektúr við Delft University of Technology þar sem hann síðar gegndi stöðu prófessors í umhverfistækni og hönnun. Hann er þekktur fyrir að hafa hannað vistvænustu byggingu Hollands og er víða þekktur fyrir uppfinningar sínar á sviði sjálfbærni. Fyrsta janúar síðastliðinn hlaut Jón riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.
Dagskrá
Setning
Sigríður Maack formaður Arkitektafélags Íslands og Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ bjóða gesti velkomna
Samþætt sjálfbær hönnun Jóns Kristinssonar
Prof.dr.ir. Andy van den Dobbelsteen PhD, prófessor við Tækniháskólann í Delft.
Tíðni rakaskemda og gæði innilofts- er hægt að draga úr vandamálinu með varmaskipti á loftræstingu?
Björn Marteinsson arkitekt og byggingarverkfræðingur og fyrrum kennari við HÍ.
Í upphafi skyldi endinn skoða
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt fjallar um sjálfbæra húsagerð
Pallborðsumræður
Jón Kristinsson, arkitekt og heiðursgestur; Koos Slootweg, verkfræðingur; Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir,verkfræðingur; Björn Marteinsson, arkitekt; Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og Andy van den Dobbelsteen, verkfræðingur.
Fundarstjóri: Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍ
Hér má lesa viðtal við Jón sem birtist í tímaritinu HA árið 2016
Viðburðinum verður streymt. Sjá hlekk hér fyrir neðan.