List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum
List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um verkefni eða listviðburði á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Umsóknarfrestur er til 17. mars.
List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um allt land og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búset og efnahag.
Opið er fyrir umsóknir og rennur frestur út 17. mars. Úthlutun liggur fyrir eigi síðar en 19. maí.