Listaháskóli Íslands auglýsir tvær lausar stöður í arkitektúrdeild
Listaháskóli Íslands auglýsir tvær stöður við arkitektúrdeild skólans. Annars vegar er óskað eftir háskólakennara í arkitektúr og hinsvegar háskólakennara í fræðum í arkitektúr. Umsóknargögnum skal skilað eigi síðar en 9. janúar 2022 á netfangið starfsumsokn@lhi.is
Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í arkitektúr.
Starfið felur í sér kennslu og stefnumótun um nám í arkitektúr. Viðkomandi mun taka þátt í þróun náms á sviði arkitektúrs, hönnunar og myndlistar og vera þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans. Í BA-námi við skólann er kennt á íslensku og á MArch-stigi á ensku.
Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2022.
Frekari upplýsingar um starfið
HÁSKÓLAKENNARI Í FRÆÐUM Í ARKITEKTÚR
Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf fræðakennara í arkitektúr.
Starfið felur í sér kennslu og stefnumótun um fræðanám í arkitektúr með möguleika á kennslu í vinnustofu og við önnur fræðasvið skólans. Viðkomandi mun taka þátt í þróun fræðakennslu á sviði arkitektúrs, hönnunar og myndlistar og vera þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans.
Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2022.