Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Tilnefningarnar geta verið frá aðilunum sjálfum eða öðrum.
Tillögur þurfa að berast fyrir 27. október 2020 merktar „Loftslagsviðurkenning 2020“ á netfangið usk@reykjavik.is eða með pósti til Reykjavíkurborgar, Borgartún 12 – 14, 105 Reykjavík.
Viðurkenningin verður afhent á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu 27. nóvember 2020.
Borgarráð samþykkti 23. nóvember 2017 að veita árlega loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Valið byggir á starfi þriggja manna dómnefndar: einn frá Festu, einn fulltrúi Reykjavíkurborgar og einn aðili frá Háskóla Íslands. Starfsmaður dómnefndarinnar kemur frá umhverfis – og skipulagssviði.
Dómnefndin byggi val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og setja fram nýjar lausnir í loftslagsmálum.
Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn 2017. Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru:
2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA.
2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.