Loji Höskuldsson frumsýnir samstarf við HAY á CHART

Myndlistarmaðurinn Loji Höskuldsson frumsýnir einstakt samstarf sitt við danska hönnunarfyrirtæki HAY á hátíðinni CHART sem fer fram í Kaupmannahöfn um helgina.
Um er að ræða sérstakt verkefni undir yfirskriftinni "The aftermath of a garden party” þar sem list Loja, handsaumur, er í aðalhlutverki á 10 metra löngum HAY Mags sófa: sem þjónar sem svið fyrir samtöl, umræður og áritanir yfir hátíðina.
Loji hefur vakið athygli fyrir einstök útsaumsverk með vísun í hversdagslega hluti en hann tók þátt á HönnunarMars núna í vor með sýningu og útgáfuhóf bókarinnar Ástarbréf til Sigvalda ásamt leiðsögnum um frægustu verk arkitektarins Sigvalda Thordarson sem vöktu lukku á hátíðinni
Danska hönnunarhúsið HAY er vel þekkt út um allan heim fyrir hönnun sína en fyrirtækið var stofnað af Rolf og Mette Hay árið 2002. Fyrir þá sem eru staddir í Kaupmannahöfn er opnunarteiti þann 27. ágúst þar sem hægt verður að berja sófann augum, sem og alla helgina. Frekari upplýsingar hér.



