Bréf til félagsmanna AÍ frá deildarstjóra arkitektúrdeildar LHÍ
Massimo Santanicchia, deildarstjóri arkitektúrdeildar LHÍ, óskar eftir virku samtali við félagsmenn AÍ. Hér meðfylgjandi er bréf frá Massimo á íslensku og ensku.
Kæru arkitektar FAÍ,
Það er heiður að vera deildarstjóri arkitektúrdeildar við Listaháskóla Íslands og í starfinu felst mikil ábyrgð.
Markmið mitt er að styðja nemendur í að tileinka sér þá þekkingu, færni, eiginleka, viðhorf og hegðun sem er nauðsynleg siðferðislega þenkjandi fagfólki og heimsborgurum. Með nýjum pólitískum áherslum fá þau tækifæri til að hanna heilbrigðari, öruggari og sanngjarnari heim í síbreytilegu félagslegu, vistfræðilegu og pólitísku umhverfi.
Við samstarfsfólk mitt viljum víkka út merkingu og viðfang arkitektúrmenntunar. Arkitektúr má nota á fjölbreyttan hátt: sem gagnrýna rannsóknaraðferð, sem hvata til samfélagsvakningar, sem verkfæri til að smíða sameiginlegan hugarheim og sem samstarfsverkefni helgað því að annast rými fyrir almannaheill. Til að ná þessu markmiði þurfum við að byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda, kennara og fagfólks. Fimm ára nám arkitektúrnám við LhÍ gefur okkur frábært tækifæri til að nota Ísland og einstakar kringumstæður þess sem tilraunastofu til að rannsaka líf í samhjómi hvert með öðru.
Því býð ég ykkur að vera hluti af þessu lærdómssamfélagi, að deila með mér hugmyndum og hugsunum, og að vera virkur þáttakandi í náminu okkar. Saman getum við kortlagt möguleikana sem arkitektúr býr yfir.
Massimo Santanicchia, PhD
Deildarforseti arkitektúrdeildar - Prófessor í arkitektúr
massimo@lhi.is
____
Dear fellows’ architects FAÍ,
It is an honour and a great responsibility to serve as Head of the Department of Architecture at the Iceland University of the Arts.
My goal is to co-create the right learning environment to support students developing knowledge, skills, traits, attitudes, and behaviours necessary for becoming ethical professionals and cosmopolitan citizens, by advancing new political agencies to co-design healthier, safer, and a fairer world, in a changing social, ecological, and political environment.
Together with my colleagues we want to expand the meaning and scope of architectural education, we want to talk about architectures rather than architecture, emphasizing the plural, collective and collaborative nature of its practice. Architectures can be used in multiple ways; as critical processes of inquiry, as vehicles to raise social awareness, as tools for collective imagination, and as a collaborative project aimed at caring for and repairing the spaces for the common good. To achieve this goal, we need to build a strong learning community of students, teachers, and professionals in architecture. With our five-year studies in architecture at the IUA, we have a great opportunity to use Iceland and its unique context as our laboratory for designing how to live harmoniously together.
I therefore personally invite you to be part of this learning environment, to bring forward ideas, to share your thoughts with me, and to be an active part of our studies. So, that together we can further explore the wonderous possibilities that the field of architectural research can generate.
Massimo Santanicchia, PhD
Head of the Department in Architecture - Professor in Architecture
massimo@lhi.is