Matarboð í Hönnunarsafninu innblásið af Róm
Ítalskt matarboð innblásið af Róm í tengslum við sýninguna Borgarlandslag verður í Hönnunarsafni Íslands, núna föstudaginn 26. apríl klukkan 19:00 - 22:00.
Heiðursgestur er Paolo Gianfrancesco, arkitekt og höfundur Borgarlandslags. Veitingar eru í höndunum á Carlos Horacio Gimenez, yfirkokkur veitingastaðarins Apótek, og veislustjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.
Hámarksfjöldi er 24 og aðgangseyrir 8.900 kr. Miða fyrir matarboðið er hægt að nálgast á midi.is og vinsamlega kynnið ykkur áfastan seðil, ekki er boðið upp á aðrar veitingar.
Sögur af Róm og Reykjavík verða bornar fram á milli rétta og gestum boðið að flögra um sýninguna.