Ertu laus? Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að starfsmanni í tímabundið starf háð ráðningarstyrk
Um er að ræða 6 mánaða starf þar sem vinna við HönnunarMars vegur þyngst og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
- Textagerð á íslensku og ensku.
- Þátttaka í skipulagningu og vinnslu kynningarefnis.
- Aðstoð við skipulag birtinga á samfélagsmiðlum fyrir verkefni MHA.
- Aðstoð við uppfærslur á heimasíðu HönnunarMars, MHA og annarra verkefna.
- Efnisvinnsla fyrir samfélagsmiðla og vefi verkefna MHA.
- Almenn verkefnastjórnun.
Hæfniskröfur:
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Vinna vel í teymi.
- Góð tölvuþekking og tæknilæsi.
- Reynsla á Adobe Photoshop, InDesign og Illustrator.
- Reynsla í notkun Google Analytics.
- Reynsla í notkun Facebook Ads Manager.
- Gott vald á íslensku og ensku málfari og stafsetningu.
Önnur verkefni sem viðkomandi gæti tekið þátt í og tengjast starfsemi Miðstöðvarinnar og fjölbreyttum verkefnum hennar er skipulagning sérviðburða, greinaskrif, grafísk hönnun, stafræn verkefni og /eða vefvinna, ljósmyndun og/eða myndvinnsla.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.
Eitt stærsta verkefni Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er skipulagning HönnunarMars, eitt helsta kynningarafl íslenskrar hönnunar sem fer fram í 13. sinn dagana 19.-23. maí 2021.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs rekur fréttaveitu, sinnir kynningarmálum, stendur fyrir viðburðum, fyrirlestrum og málþingum. Miðstöðin er í miklum samskiptum og tengslum við samfélag hönnuða, atvinnulífið, hið opinbera og nýsköpunarstarfsemi á Íslandi. Auk þess að taka þátt í fjölda erlendra samstarfsverkefna.
Hér er hægt að kynna sér starfssemi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs nánar.