Flakk um hönnun og HönnunarMars á Rás 1
Lísa Pálsdóttir, dagskrágerðakona hjá Rás 1 fjallaði á dögunum um íslenska hönnun og HönnunarMars hátíðina í þáttunum Flakk. Hönnuðirnir Valdís Steinarsdóttir og Halldór Eldjárn voru heimsótt á vinnustofur sína og Hildigunnur Sverrisdóttir, deildarforseti í arkitektúr við LHÍ og Garðar Eyjólfsson, hönnuður og dósent við LHÍ sátu fyrir svörum í stúdíó.
“Allt sem við snertum alla daga, svo kaffikannan, bollinn, tannburstinn, fötin sem við klæðumst, allt manngert í okkar umhverfi hefur verið hannað af einhverjum. HönnunarMars hefur verið haldinn undanfarin árin - helst í mars, þó ekki í fyrra, og ekki núna heldur, hann verður í maí.“
Svona hefst þátturinn Flakk með Lísu Pálsdóttur, dagskrágerðakonu hjá Rás 1 þar sem sjónum var beint að hönnun og HönnunarMars, sem eins og fyrr segir fer fram dagana 19 - 23. maí næstkomandi. Bæði Valdís og Halldór taka þátt í hátíðinni ár. Mælum með hlusta þáttinn hér fyrir neðan og hita upp fyrir hátíðina.