Minn HönnunarMars - Bergur Finnbogason
Nú er HönnunarMars að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Bergur ætlar ekki að láta framhjá sér fara
Peysa með öllu
Ég er búinn að vera með Ýrurarí á heilanum eftir að ég sá fyrstu peysuna hennar. Húmorinn í flíkunum er frábær en um leið og þær fjalla um mikilvæg málefni í kringuma endurvinnslu og að framlengja líf hlutanna okkar.
Skógarnytjar
Það er búið að vera að frábært að fylgjast með skógarnytjar verkefninu í gegnum Hönnunarmars. Það verður spennandi að sjá hvert verkefnið er komið!
Genki Instruments
Frábært íslenskt hugvit, sönnun á því að þegar við virkjum hugmyndaflugið þá geta magnaðir hlutir gerst sem breyta heiminum!