Minn HönnunarMars - María Rán Guðjónsdóttir
Nú er HönnunarMars er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem María Rán Guðjónsdóttir útgefandi hjá Angústúru ætlar ekki að láta framhjá sér fara
Letrað með leir
Ég ætla að fara á sýninguna Letrað með leir sem er spennandi tilraunasamstarf letur- og listhönnuðar
Ilmbanki íslenskra jurta
og anda að mér íslenskri náttúru á ilmsýningu Nordic angan í Álafosskvosinni.
Peysa með öllu
Svo ætla ég ekki að missa af sýningunni Peysa með öllu þar sem Ýrúrarí sýnir óseljanlegar notaðar peysur sem hún hefur gefið nýtt líf með hönnun og húmor.
Norður Norður
Og ekki heldur sýningu FÓLKs í Rammagerðinni, Skólavörðustíg.