Minn HönnunarMars - Brynhildur Pálsdóttir

Nú er HönnunarMars að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Brynhildur ætlar ekki að láta framhjá sér fara
Letrað með leir

Ég elska leir og elska þverfaglegtsamstarf og bíð mjög spennt eftir að sjá hvað Hanna Dís Whitehead og Guðmundur Úlfarsson ætla að sýna okkur.
Lyst á breytingum

Fékk þá ánægju að fylgja nemendum á Keramikbraut MÍR í gengum þetta verkefni í haust, þar sem að markmiðið var að þróa hugmyndir í postulín sem auðvelda okkur að nýta og varðveita hráefni og dýpka upplifun okkar af því að njóta fæðunnar.
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd

Epal sýningin í ár er spennandi, nokkur verkefni eru mjög girnileg, steypt ull, hangandi leirpottar og íslenskt tvíd t.d.
efni:viður

Hér eru hönnuðir og myndlistamenn að sýna saman fín og fjölbreytt verk unnin úr við í Hafnarborg. Hressandi sýning og svo er mjög notalegt að skella sér í hina frægu ilmandi skógarsturtu frá Nordic Angan.