Minn HönnunarMars – Tinna Pétursdóttir

Nú er HönnunarMars er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.
Hér eru þær sýningar sem Tinna, hönnunarstjóri hjá Ampere, ætlar ekki að láta framhjá sér fara
FÍT 2020: ADC*E og Tolerance Poster

Mér finnst dagskráin mjög spennandi í ár. Ég kíki pottþétt á sýningu Fít á Hafnartorgi
Hringir

og svo langar mig mikið að sjá sýningu Írisar Aspar, Hringir í Norræna húsinu.
Letrað með leir

Letrað með leir hljómar mjög skemmtilega og langar mig að kíkja með krökkunum á það,
Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa

eins og sýningu Hönnunarsafnsins á verkum Sveins Kjarvals.
Norður Norður

Ég fylgist vel með því sem að Fólk er að gera hverju sinni og hlakka ég til að reka nefið þar inn
Ilmbanki íslenskra jurta

og svo finnst mér Ilmbanki íslenskra jurta alveg frábær pæling sem ég verð að skoða nánar.
Plöntugarðurinn

Ég er mjög forvitin að sjá Plöntugarð Halldórs Eldjárn í Ásmundarsal, ekki verra ef maður fær að setjast niður þar í gott kaffi í leiðinni.