MISBRIGÐI 2021 - sýning Listaháskóla Íslands
Tískusýningin Misbrigði VII fór fram laugardaginn 11. desember 2021. Verkefnið er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.
Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.
Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tisku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.
Hér má sjá myndir og lýsingar á verkefnum nemenda:
Guðmundur Ragnarsson
„Þessi lína sækir innblásturinn sinn fyrst og fremast í efnin sem hún er saumuð úr og svo annasvegar í útivist og skíða íþróttir. Við gerð línunar fengu efnin að ráða för og aðlagaði ég hönnunina til þess að nýta sem mest af verðmætu efninu eins og ég gat. Einning með því að aðlaga hönnunina að efninu fékk ég óvæntar en aðlaðandi útkomur. Í línunni vildi ég fagna stemninguna sem verður til í skíðafríi sem er góðar stundir með fólkinu sínu, velíðan, adrenalín og sterk vinabönd.“
Magga Magnúsdóttir
„Smóking, blettóttur brúðakjóll og klink voru meðal efnanna sem sköpuðu þessa rómantísku línu. Hönnunin byggist á því að búa til ný snið úr fötum úr Rauða Krossinum með því að klippa upp í sauma, bæta efni í bilin og drapera á óhefðbundinn hátt.“
Honey Grace
„Í þessu verki hef ég samtvinnað ólíkum hlutum til að mynda heildstæða línu. Ferlið í Misbrigði, að vinna með heilar flíkur og textíl, krefst þess af okkur að horfa á þrívíðan hlut í tvívíð með því að aflaga og afmynda hlutina og koma því aftur í ný þrívítt form. Í ferlinu mínu geri ég hið sama og samtvinna einnig aðferðafræði sem ég tileinkaði mér. Í aðferðafræðinni vef ég í flatan vefnað, og vefnaðurinn flakkar fram og til baka frá því að vera tvívítt vefnaðarverk á veggi í þrívítt form á líkama.“
Sylvía Karen Pétursdóttir
„Sokkabuxur, bómullarbolir, prjónapeysur og rykfrakkar. Sportý casual mætir útlínum sem ýta undir kvenleg form.“
Thelma Gunnarsdóttir
„Verkefnið er innblásið af kynþokkanum og sjálfstraustinu sem góð undirföt geta veitt manni, eitthvað sem áður hefur verið falið á bakvið lög af fötum fyrir engan nema sjálfan þig. Ég vildi ná þessari tilfinningu fram með hönnuninni minni. Ég skoðaði þá þætti sem kalla þessar tilfinningar fram í sjálfri mér og undirstrika þá í fatalínunni með áherslu á nánd og hráleika.“
Sverrir Anton Arason
„Hrátt, tætt en einnig fágað var innblásturinn minn í þessu verkefni. Í þessari línu lagði ég áherslu á að breyta áferð efnanna sem ég notaði í takt við mínar hugmyndir. Ég vildi sýna hvernig óreiða getur endað sem skipulögð heild.“
Victoria Rachel
„Línan einkennist af sportlegum silhouettum sem eru innblásinn af cyberpunk og japanese streetwear
Ég heillaðist af þessum tveimur stílum þar sem mikil sköpunargáfa og fjölbreytni er á ferð.
Ég lagði mikla áherslu á smáatriði, sem voru gerð,úr málm krossa gerð úr nöglum, hugmynd sem kom frá uppáhalds myndlistinni sú sem Frida Kahlo, sem var kaþólskt. Hún hefur alltaf haft mikil áhrif á mig.
Það sem mér fannst mest skemmtilegt við þetta verkefni er að öll módelin mín eru 154 cm a hæð, eg valdi þær viljandi vegna þess að mér langar brjóta niður ákveðnar steriotýpur i tískuheiminum, varðandi hversu hávaxnar þær eru. Mér fannst mjög mikilvægt að sýna að hæð skiptir ekki máli þegar það kemur að því að módela og allir eiga skilið að vera sáttir við sjálfan sig.“
Viktor
„Í gegnum línuna reyndi ég að hanna án hönnuðar, að innleiða mig sem einstakling sem gerir föt fyrir sjálfan mig og sem mér finnst einfaldlega “svalt”. Út af þessu verður línan að persónulegri rannsókn á sjálfum mér. Að lokum fann ég að því meiri menningarleg tilvísun sem gæti verið í flík, því betra.“
Karitas Spano
„Hvert efni, áferð og litur hefur sína einstöku eiginleika. Þegar tenging næst við efnið leyfi ég efninu að taka mig í ferðalag þar sem endastöðin er óákveðin. Gamalt dekk fangaði athygli mína, en áferðin og staðlað form þess veitti mér mikinn innblástur og mótaði í leiðinni undirstöðu línunnar. Ýktar áherslur og lögun dekkjar ýttu undir form og skuggamynd kvenlíkamans og varð að leiðarvísi á endastöðina.“
Klara Kališnik
„Meginorðið til að lýsa þessari línu er súrrealismi. Ég hef alltaf verið innblásin af listamönnum úr mismunandi listastefnum og tímabilum í gegnum söguna. Súrrealismi kemur jafnvægi á líf og draumi. Þetta er það sem veitti mér innblástur til að horfa á mannslíkaman og hugsa hvernig hægt væri að breyta honum í eitthvað sem myndi ummbreytast í draumi. Línan kallar fram glettni og barnslega tilfinningu, sem tekur þig til þess tíma sem barn og allt sem þig dreymir um er mögulegt. Þessi lína átti aldrei að vera alvarleg. Það átti að kalla fram heim barna þar sem fantasía verður að raunveruleika og raunveruleiki verður að fantasíu.“