Hönnunarhugsun í smáskömmtun, námskeið á nýju ári
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á námskeið fyrir hönnuði og arkitekta í hönnunarhugsun undir heitinu „Design Thinking Microdose“ sem R. Michael Hendrix, þekktur bandarískur hönnuður og fyrrverandi hönnunarstjóri hjá IDEO leiðir. Michael, flutti nýlega til landsins og rekur eigið nýsköpunar- og hönnunarfyrirtæki, Huldunótur.
Markmið námskeiðsins:
Námskeiðið er hugsað til að dýpka hæfni í hönnunarhugsun.
Fyrir hverja:
Starfandi hönnuði og arkitekta sem eru í fagfélögum Miðstöðvarinnar.
Uppsetning námskeiðs:
Námskeiðið er haldið í þrem hlutum, 90 mínútur hver, þar sem lögð er áhersla á þrjár grunnaðferðir hönnunarhugsunar:
- Þátttökuathugun - kortlagning hegðunar og samskipta
- Viðtalsrannsókn - innsýn dýpkuð með skipulögðum samtölum
- Leit að samsvörun - innblásturs leitað úr sambærilegum aðstæðum
Hvert námskeið hefst á 15 mínútna innblæstri sem fylgt er eftir með fræðslu og vinnustofu. Markmiðið er að veita þátttakendum innblástur og innsýn í aðferðafræði hönnunarhugsunar sem getur nýst strax í starfi.
Hvenær:
Miðvikudaga 15. janúar, 29. janúar og 12. febrúar kl.17:00-18:30 (alls 3x).
Hvar:
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Fenjamýri, Gróska, Bjargargata 1.
Verð:
Skráningargjald er á námskeiðið, 6000 kr, sem er óafturkræft.
Þátttakendur verða að hámarki 20.
Meira um R. Michael Hendrix:
R. Michael Hendrix er fyrrum Global Design Director hjá IDEO, einu fremsta hönnunarfyrirtæki heims. Hjá IDEO leiddi hann fjölbreytt verkefni sem sameinuðu sköpunargáfu og stefnumótandi hugsun. Hendrix er með yfir 30 ára reynslu á sviði hönnunar en í starfi sínu hefur hann verið leiðandi í að þróa nýstárlegar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir í ólíkum greinum, allt frá tækni og heilsu yfir í listir og menningu. Hann er þekktur fyrir hæfni sína til að samþætta skapandi ferli og hagnýta viðskiptahugsun og fyrir að leggja áherslu á mannlega þætti í hönnun.
Hann er meðhöfundur bókarinnar Two Beats Ahead: What Musical Minds Teach Us About Innovation, þar sem hann tengir saman innsæi tónlistarfólks og nýsköpun í viðskiptum. Hendrix er með sterka ástríðu fyrir skapandi samstarfi og áhrifum hönnunar á samfélag og hefur haft djúpstæð áhrif á þróun hönnunarhugsunar á alþjóðlegum vettvangi.