Námskeið - Leiðtogi í Upplifunarhönnun

Akademias í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á takmarkaðan fjölda sæta á sérstöku verði. Námskeiðið Leiðtogi í upplifunarhönnun er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla aðferðafræði við mótun upplifunar á Íslandi.
Lögð er áhersla á hvernig hægt er að skapa eftirminnilega og minnistæða upplifun af stöðum/svæðum, þjónustu, rýmum og viðburðum sem dæmi. Ennfremur er lögð áhersla á bæði stór verkefni og smá.
Sérstakt verð í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er 199.000 kr. (*fullt verð 290.000kr.). Bókanir fara fram á akademias@akademias.is.
Leiðbeinendur námsins eru 10 - 15 talsins sem eru sérfræðingar í að hanna, skipuleggja og stýra upplifun. Tveir til þrír leiðbeinendur halda utan um hvern áfanga sem byggja á reynslusögum og raundæmum.
Leiðtogi í Upplifunarhönnun er nám sem snýst um að skapa þekkingu og hæfni í hönnun og framsetningu hvers konar upplifunar, og færni og leikni til að stjórna og leiða sértæk verkefni fyrir fyrirtæki, stofnanir og fagfélög, sveitarfélög og hið opinbera, innlend jafnt sem erlend.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum við sérfræðinga innlenda og erlenda. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, úrlausnir vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
Umsjónarmenn eru Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognitio og Partner fyrir Social Progress Imperative á Íslandi og Eyþór Ívar Jónsson, Vice President fyrir ráðstefnur hjá European Academy of Management og forseti Akademias.
Leiðbeinendur eru:
- Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður
- Patrick Delaney, Managing partner Soolnua
- Pádraic Gilligan, Managing partner, Soolnua
- Veigar Margeirsson, VP Pitch Hammer Music
- Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður
- Leifur Welding, eigandi W Concept Creations
- Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
- Hlín Helga Guðlaugsdóttir, upplifunarhönnuður
- Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður
- Sigurður Þorsteinsson, partner hjá Design Group Italia
- Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognitio
- Heimir Sverrisson, Irma Studio
- Eyþór Ívar Jónsson, Vice President fyrir ráðstefnur hjá European Academy of Management
- Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um námið