Námskeið í þrívíddarprentun í leir
Myndlistarskólinn í Reykjavík er með stutt og hnitmiðað námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Námskeiðið hefst 17. maí og stendur yfir í 7 daga. Kennari er myndlistarkonan María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir.
Á námskeiðinu munu þátttakendur tileinka sér undirstöðuþekkingu við notkun leirþrívíddarprentara en Myndlistaskólinn er eini skólinn á landinu sem býður uppá kennslu í þrívíddarprentun í leir.
Námskeiðið er ætlað fólki sem er þegar með undirstöðu í tölvuteikningu og hentar því vel starfandi hönnuðum og
listamönnum sem vilja prufa nýjan miðil. Prentararnir eru byggðir á „Open source“ kerfi sem allir geta kynnt sér betur í framhaldi og jafnvel smíðað sína eigin prentara.
Þátttakendur fá að taka með sér heim prentaða hluti í lok námskeiðs að hrábrennslu lokinni.
Kennari er myndlistarkonan María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir sem hefur nýtt sér þrívíddarprentun í verkum sínum.
Í maí býður Myndlistaskólinn einnig upp á stutt námskeið í módelteikningu og leirrennslu.