Nordic office of Architecture leitar að skapandi fólki og töluglöggu
Arkitektastofan Nordic office of Architecture leitar að fólki í eftirfarandi störf:
Skapandi fólk
Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni og okkur vantar liðsauka til að sinna skapandi verkefnum á skrifstofum okkar í Reykjavík og á Akureyri.
Við leitum að:
- Skipulagsfræðing eða arkitekt með reynslu af og/eða áhuga á skipulagsgerð.
- Reyndum arkitekt eða byggingafræðingi.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla.
- Þjónustulund, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.
- Samviskusemi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
- Góð tölvufærni, reynsla af notkun Revit.
***
Sérfræðingur í fjármálum
Við leitum að töluglöggum og nákvæmum aðila til þess að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði fjármála í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi.
Helstu verkefni:
· Reikningagerð.
· Bókun, færsla og afstemmingar.
· Þátttaka í gerð mánaðar-, árshluta- og ársuppgjöra.
· Þátttaka í skýrslugerð og miðlun fjárhagsupplýsinga.
· Ýmis tilfallandi verkefni á fjármálasviði.
Hæfniskröfur:
· Haldbær reynsla og menntun sem nýtist í starfi.
· Þjónustulund, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.
· Samviskusemi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
· Hæfni til að tileinka sér nýjungar.
· Góð tölvufærni.
· Góð íslensku- og enskukunnátta.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi.
Nordic á Íslandi er ein af öflugustu teiknistofum landsins og er hluti af norrænu teiknistofunni Nordic – Office of Architecture sem er ein stærsta arkitektastofan á Norðurlöndunum. Nordic á Íslandi byggir á afar góðum grunni en hjá okkur starfar góður, reyndur og fjölbreyttur hópur skapandi fólks. Við byggjum á norrænni hefð í hönnun og sinnum fjölbreyttum verkefnum, stórum og smáum. Við leggjum áherslu á gæði, fagleg vinnubrögð, þjónustulund og góða samvinnu. Hjá Nordic á Íslandi starfa milli 50 og 60 sérfræðingar en í heildina er starfsfólk um 400 talsins á skrifstofum fyrirtækisins í Noregi, í Danmörku og á Íslandi og eru fjölmörg verkefni okkar unnin í samstarfi við aðrar starfsstöðvar Nordic á Norðurlöndum.
Umsjón með starfinu hafa Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.