Opið fyrir umsóknir í frumkvöðlasjóð Íslandsbanka
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum.
Íslandsbanki veitir styrki til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á og má sjá hér að neðan. Að þessu sinni eru umsækjendur einnig hvattir til að líta sérstaklega til undirmarkmiðanna og tilgreina tengingar við þau í umsóknarferlinu. Þetta er til viðbótar við hefðbundin skilyrði sjóðsins sem umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel.
Heimsmarkmiðin fjögur:
- Menntun fyrir alla #4
- Jafnrétti kynjanna #5
- Nýsköpun og uppbygging #9
- Aðgerðir í loftslagsmálum #13
Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að ofangreindum heimsmarkmiðum sem bankinn leggur sérstaka áherslu á. Íslandsbanki greiðir 0,1% mótframlag í sjóðinn af innstæðu Vaxtasprota sparnaðarreikningum á ársgrundvelli.
Stjórn sjóðsins
- Ari Kristinn Jónsson, fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík og núverandi forstjóri Aware GO
- Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
- Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka