Opinn fyrirlestur með Samia Henni á miðvikudaginn
Miðvikudaginn 11. október verður opnunarhátíð ráðstefnunnar The Third Ecology, ráðstefna Arkitektúrsagnfræðinga á vegum LHÍ og MoMA, haldin hátíðlega í Ráðhúsinu og hefst kl. 17.00. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar Samia Henni, sagnfræðingur um hið byggða, eyðilagða og ímyndaða umhverfi heldur opnunarfyrirlestur. Opnunarhátíðin er öllum opin.
Dagskrá opnunarhátíðarinnar:
kl. 17.00-Opnunarræður
Magnea Gná Jóhannsdóttir, varaforseti borgarstjórstjórnar.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ráðstefnustjóri
Massimo Santanicchia, PhD Deildarstjóri arkitektúrdeildar LHÍ
Mari Lending, Forseti EAHN
Carson Chan, aðstoðarráðstefnustjóri
kl. 17.30-Aðalfyrirlesari
Samia Henni, sagnfræðingur um hið byggða, eyðilagða og ímyndaða umhverfi. Samia Henni er þekktur fræðimaður á sínu sviði. Hún hefur gefið út fjölda bóka, meðal annars verðlaunabókina Architecture of Counterrevolution: The French Army in Northern Algeria.
kl. 18.15-Móttaka með léttum veitingum.
Opnunarhátíðin fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur.