Opinn rafrænn fyrirlestur í boði meistarnámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands
Wet Ontologies of the Swamp - Opinn rafrænn fyrirlestur í boði meistarnámsbrautar í hönnun við Listaháskóla Íslands fer fram á morgun, fimmtudaginn 9. september klukkan 11:00. Fyrirlesarar eru Gediminas og Nomeda Urbonas, listamenn, kennarar við MIT og stofnendur Urbonas Studio
Hér er linkur á fyrirlesturinn en æskilegt er að mæta aðeins fyrir klukkan 11:00.
Hægt er að lesa meira um efni fyrirlestursins og fyrirlesarana á heimasíðu Listaháskóla Íslands hér.
Fyrirlesturinn markar upphaf haustannarinnar hjá meistaranemum í hönnun, en haustönnin er tileinkuð sjávarlífi, kerfum í sjónum og ferlum. Fagstjóri meistaranámsins er Thomas Pausz, hægt er að lesa meira um meistarnámið hér.
Allir velkomnir!