Opin fyrirlestur um verndun og þróun iðnaðarsvæða í Kaupmannahöfn og Osló
Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í vetur mun Arkitektafélag Íslands standa fyrir fyrirlestrum um arkitektúr og hið byggða umhverfi. Á fyrsta fyrirlestri vetrarins mun Vignir Freyr Helgason, arkitekt og ráðgjafi Minjastofnunar Noregs, kynna mastersritgerð sína frá þriggja ára reynslumiðuðu framhaldsnámi í arkitektúrverndunar- og borgarfræðum við Arkitektur- og designhøgskolen i Oslo (2020) ásamt öðrum skrifum sem tengjast viðfangsefninu.
Fyrirlesturinn er öllum opin og verður haldinn 7. september kl. 20:30 í Grósku. Fyrirlesturinn verður sendur út frá Osló í fjarstreymi til gesta í Grósku. Eftir fyrirlestur er boðið upp á samtal við Vigni.
Umbreyting og endurnýjun - Ólík hugmyndafræði við verndun og þróun iðnaðarsvæða í Kaupmannahöfn og Osló
Osló og Kaupmannahöfn hafa gengið í gegnum miklar umbreytingar og endurnýjun á síðustu áratugum þar sem iðnaðarsvæði innan borgarmarka hafa verið lögð niður í stórum mæli. Þróunarferli sem tengist iðnaðarumhverfinu Kværnerbyen og Vulkan í Osló, svo og Carlsberg Byen og Kødbyen í Kaupmannahöfn, sýna ólíka nálgun og hugmyndafræði þegar kemur að verndun og þróun iðnaðarsvæðanna. Við nánari athugun vakna upp spurningar um hversu sjálfbærar lausnir liggja að baki framkvæmdunum. Einnig reynast varðveittar iðnaðarbyggingar vera mun sveigjanlegri þegar koma að breytingum á notkun í samanburði við nýbyggingarnar sem rísa. Sveigjanleikinn gerir notendunum kleyft að þróa svæðin áfram og gæða þau lífi.