Opnað hefur verið fyrir styrktarumsóknir til Myndstefs

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til Myndstefs og er umsóknafrestur til kl 23:59 laugardaginn 17. ágúst næstkomandi.
Myndhöfundar geta sótt um verkefnastyrki að upphæð 200.000 kr eða 400.000 kr og ferða-og menntunarstyrki að fjárhæð 150.000 kr.
Hér má finna úthlutunarreglur styrkja og hér eru umsóknarform.
