Rafrænir viðburðir á HönnunarMars
Í ár eru ýmsir viðburðir á HönnunarMars með rafrænum hætti. Boðið er upp á spennandi málþing, fyrirlestra og verðlaunaafhendingar með stafrænum hætti á hátíðinni 2021. Hér er yfirlit yfir þá viðburði.
Boðið verður upp á ýmsa viðburði á HönnunarMars í beinu streymi í gegnum vefinn vegna þeirra aðstæðna sem fjöldatakmarkanir og aðrar áskorandi hafa skapað. Má til dæmis nefna ýmis spennandi málþing, fyrirlestra og verðlaunaafhendingar. Hægt er að skoða helstu vef-viðburði HönnunarMars hér fyrir neðan.
Arkitektúr og lýðheilsa: Getum við hannað heilbrigði?
Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu 19. maí um heilsu og hönnun.
Sníðum okkur stakk eftir vexti - Umræðufundur um aðgerðir gegn textílsóun og ójöfnuði
Stutt erindi um sjálfbæra neyslu og framleiðslu textíls, umhverfisvottanir og niðurstöður spurningakönnunar um textíl og jafnrétti. Í framhaldinu fara fram umræður þar sem ræddar verða aðgerðir sem nýtast sem grunnur að vinnu aðgerðaráætlunar um aukna sjálfbærni textíls.
The Soap Project by Studio Valkea
Sápuverkefnið skoðar kalt vinnsluferli sápu sem miðil fyrir huglæga hönnun og sagnagerð. Það býr til heim sem byggður er úr minningum, hugmyndum og vettvangsrannsóknum.
Tölvuleikir sem hannaður hlutur
Íslenskur leikjaiðnaður (IGI) og HönnunarMars taka höndum saman um að búa til örráðstefnu um tölvuleiki sem hannaðan hlut.
World Hope Forum - Design Tales From Iceland
FÍT verðlaunin
FÍT keppnin er verðlaunahátíð grafískrar hönnunar á Íslandi.
HÍBÝLAAAUÐUR
Samtal um húsnæðismál á mannamáli spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. Áherslunni er beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja. Viðburðurinn verður í sendur út í streymi frá Norræna húsinu.