Rakaskemmdir og mygla-Ráðstefna 18. október
Markmið málþings er að fá fram umræðu um þá þætti sem liggja að baki þeirrar stöðu sem er í dag og hvað megi betur fara til framtíðar. Betri byggingar fagráð hyggst síðan halda áfram með slík málþing eða vinnustofur í vetur þar sem tekin verða fyrir ákveðin vandamál og úrlausnir þeirra. Eftir hvert málþing verða settar fram tillögur um það sem betur má fara.
Síðustu misseri höfum við staðið frammi fyrir því að margar byggingar greinast með rakaskemmdir með þeim afleiðingum að notkun og virði skerðist til muna.
Hvernig getum við lært af þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir núna til þess að takmarka afleiðingar í framtíðinni. Hvernig getum við byggt betur og tryggt viðhald þannig að umfang þessa verkefna verði viðráðanlegt í framtíðinni.
Finnar hafa tekið á þessum málum síðustu 30-40 ár og hafa náð langt í að greina vandann og bregðast við.
Við fáum einn helsta sérfræðing Finna, Miia Pitkaranta, (PhD örverufræði) á þessu sviði sem hefur bæði unnið að rannsóknum á sviði rakaskemmda þ.m.t. myglu í byggingum og starfar núna sem innivistarráðgjafi hjá einni stærstu verkfræðistofu Finnlands í þessum málum VAHANEN, sem er núna hluti af AFRY, til þess að segja okkur frá hvernig hennar fyrirtæki nálgast þessi vandamál. Hún er einnig einn af höfundum finnskra leiðarvísa um úttektir á rakaástandi bygginga.
Una Emilsdóttir mun gefa okkur innsýn í reynsluheim læknis sem fær til sín skjólstæðinga sem búa eða starfa í rakaskemmdum byggingum. Una stundar núna nám í atvinnu- og umhverfislækningum við Holbæk sjúkrahúsið í Danmörku
Opinberar stofnanir hafa ekki síst þurft að takast á við verkefni tengd rakaskemmdum og þ.m.t myglu. Þessir aðilar munu kynna fyrir okkur hverjar þeirra helstu áskoranir eru, hver staðan er og hvernig þeir sjá fyrir sér framhaldið. Hvað þarf að breytast til þess að við náum að taka utan um þennan málaflokk.
Að lokum mun Sylgja Dögg fjalla almennt um rakaástand bygginga og áskoranir tengdar því. Verkefnið Rakaástand bygginga verður kynnt en það er styrkt af ASKI mannvirkjarannsóknarsjóði. Verkefnið hefur það markmið að útbúa samræmdan vegvísi til að taka út rakaástand bygginga. Fyrsta skrefið til þess að nálgast áskoranir tengdar raka í byggingum er að fagaðilar horfi á verkefnið á sama hátt. Þannig má tryggja að úrbætur og viðhaldsframkvæmdir beri árangur í átt að betri innivist fyrir notendur og auki virði fasteignar.