Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands
Bóka-og aðventugleði Arkitektafélags Íslands verður haldin þriðjudaginn 12. desember kl. 20.00 í Fenjamýri, Grósku. Við munum eigum huggulega kvöldstund saman með fjórum höfundum sem kynna bækur sína sem allar snúa með einum eða öðrum hætti að arkitektúr.
Hlökkum til að ykkur öll-Léttar veitingar í boði.
Höfundar kynna eftirfarandi bækur:
- Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson
Samfélag eftir máli fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á 20. öldinni. Í aðra röndina er rakin saga skipulagsgerðar og þéttbýlis og í hina hugmyndasaga skipulagsfræðanna og módernismans. Sjónum er einkum beint að mótun borgarskipulags í höfuðstað landsins en einnig að viðleitni ríkisvaldsins til að koma skipulagi á smærri bæi og þorp landsins.
Þetta er saga átaka og hugsjóna, saga hugmynda og nýrra strauma, en fyrst og fremst saga þjóðar á miklum umbrotatímum.
- Á elleftu stundu eftir Kirsten Simonsen
Bókin segir frá ferðum danskra og íslenskra arkitektanema um Ísland á 8. áratugnum en þá ferðuðust þeir ásamt kennurum um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og komu þar með í veg fyrir að hann tapaðist. Bókin Á elleftu stundu varpar ljósi á þessar námsferðir og í henni birtist fjöldi mynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður.
- Reykjavík sem ekki varð eftir Guðna Valberg og Önnu Dröfn Ágústdóttur
Sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir og arkitektinn Guðni Valberg rekja sögu bygginga í Reykjavík sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli.