Spennandi námskeið á vegum Textílfélagsins
Textílfélagið mun á næstu vikum bjóða upp á skemmtileg námskeið, þrjú stutt og eitt langt. Námskeiðin eru haldin á verkstæði félagsins á Korpúlfsstöðum og eru allir velkomnir.
Eftirfarandi námskeið eru í boði og á hugasamir geta skráð sig á vefsíðu Textílfélagsins.
KUMIHIMO / Fléttubönd
Kumihimo er japönsk aðferð að flétta snúrur á fléttuspjöldum, bæði kringlóttar, ferkantaðar og flatar. Á námskeiðinu verða kenndar mismunandi aðferðir og fjölbreyttir möguleikar í munsturgerð. Innifalið í þátttökugjaldi eru tvö fléttuspjöld, kringlótt og ferhyrnt og allt garn sem þarf í sýnishorn.
Þessi smiðja er opin öllum áhugasömum og er tilvalin fyrir textíllistafólk og kennara.
Kennarar: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir
Fyrirlestur/vinnustofa; Á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Fimmtudaginn 24.október kl. 18-21
Þátttökugjald er 14.900
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6.
SASHIKO & BORO / Útsaumur
Sashiko og boro eru japönsk heiti á útsaumsaðferð með fjölbreytta möguleika. Sashiko er notað til að að skreyta efni með fjölbreyttum geometrískum munstrum en einnig notað til lagfæra fatnað og er stundum kallað “visible mending”. Vinnustofan er opin öllum sem hafa áhuga á útsaumi, textíllistum eða handverki og vilja fá innsýn í þessar aðferðir.
Allt efni í prufur og sýnishorn verður á staðnum, en þér er velkomið að koma með vefnaðarvöru sem þú vilt laga eða skreyta.
Kennari er: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112R Fimmtudaginn 31. Okt kl. 18-21
Þátttökugjald er 14.900
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6.
NÁTTÚRULEGUR JÓLAKRANS
Á námskeiðinu verður útbúinn náttúrulegur jólakrans. Þátttakendur munu læra grunntækni í að vefja krans. Undirlögin verða gerð úr greinum og verða formin lifandi hringlaga og gerir hver og einn krans út frá sínum sköpunarkrafti. Notast verður við ýmislegt sígrænt, greinar, plöntur og köngla og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér hluti, efni, garn osfrv og vefja inn í kransinn.Kransinn getur farið á hurð eða vegg, í borðskreytingu eða loftskreytingu, möguleikarnir eru óendanlegir líkt og hringformið.
Kennari er: Petra Stefánsdóttir, garðyrkjufræðingur (LBHÍ) og blómaskreytir (ISBS) á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112R
Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18-21
Þátttökugjald er 14.900
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6.
INDIGÓ - SHIBORI / Litun og munsturgerð
Indígó er ævaforn aðferð við að búa til náttúrulegan bláan lit. Talið er að litað hafi verið úr indígó í nokkur þúsund ár meðal annars í Indlandi og Japan og fá litarefni eiga sér jafn langa sögu.
Shibori tækni er sérstök aðferð til munsturgerðar sem upprunnin er í Japan og víðar í Austurlöndum. Mynstrið er gert með því að binda, þræða eða klemma saman efnið. Þessi mynstur hafa ýmis heiti s.s. itjaime, kumo og nemaki og nemendur fá tækifæri til að gera fjölbreyttar tilraunir.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til indígó lög og lita bómullar efni sem meðhöndluð hafa verið með shibori tækni til að búa til mynstur. Kennari er Þorgerður Hlöðversdóttir textíllistakona. Hún hefur starfað við kennslu og haldið fjölda námskeiða í jurtalitun og tekið þátt í sýningum á Íslandi og í Kanada.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt efni og verkfæri sem nota þarf á námskeiðinu. Þátttakendur geta haft með sér nálar og skæri. Nauðsynlegt er að taka með hlífðarföt fyrir litunina, svuntu og gúmmíhanska
Kennari; Þorgerður Hlöðversdóttir
Smiðjan verður á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Kennt verður helgina 2. og 3. Nóvember kl. 10:00-16:00
Þátttökugjald er 49.500
Fyrir frekari upplýsingar: textilfelagid@gmail.com
Skráning á vefsíðu Textílfélagsins.