Stefnumót um eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs í Grósku
Í vikunni fóru fram tveir vinnufundir í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stjórnað var af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði og ráðgjafa þar sem fjölbreyttur hópur fólks koma saman til að eiga samtal um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi.
Fundirnir gengu vel fyrir sig og margar góðar og fjölbreyttar hugmyndir komu fram í vinnunni sem nú verða teknar saman og rýndar með það að markmiði að skerpa fókus og móta markvissar tillögur um aðgerðir sem kynntar verða fyrir stjórnmálamönnum í aðdraganda kosninga.
Við þökkum þátttakendum kærlega fyrir og hlökkum til að kynna niðurstöður vinnunnar í haust.
Hér má sjá brot af stemmingunni í Grósku - ljósmyndari Cat Gundry