Steypustöðin býður arkitektum í heimsókn
Steypustöðin býður arkitektum í heimsókn í einingaverksmiðjuna sína í Borgarnesi fimmtudaginn 30. janúar kl. 15:30. Þar verður farið í skoðunarferð um framleiðsluna sem er um 12.000 fermetrar
- Kynning á framleiðsluvörum - innsýn í úrval forsteyptra eininga og lausnir
- Nýjungar í forsteyptum einingum – með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni
- Spjall við sérfræðinga – deilum hugmyndum og fáum innblástur fyrir framtíðarverkefni
Heimsóknin er kjörin til að auka faglega þekkingu og styrkja tengsl innan iðnaðarins.
Steypustöðin sér um akstur með rútu. Brottför er kl. 15:30 frá höfuðstöðvum Steypustöðvarinnar að Malarhöfða 10 og áætluð heimkoma eftir kvöldmat. Boðið verður upp á veitingar og drykki, svo að enginn fari svangur heim.
Skráðu þig fyrir 24. janúar 2025 til að tryggja þér sæti – aðeins 40 komast að.
Hér er hlekkur á skráningu: https://forms.office.com/e/bXXid54zN3
Dagsetning: Fimmtudaginn 30. janúar 2025.
Tími: Brottför kl. 15:30 frá Malarhöfða 10 með rútu á vegum Steypustöðvarinnar.
Staðsetning: Steypustöðin Borgarnesi.
Ef upp koma spurningar má hafa samband við svanur@steypustodin.is