Stikla - Ullarskór frá Stundum Studio

Vöruhönnuðurinn Þórður Jörundsson, meðlimur í Stundum Studio, kynnti nýstárlega skóhönnun á samsýningu hópsins á HönnunarMars 2019.
Þæfðar ullarkúlur í ólíkum stærðum umlyktar sílikoni mynda formfastan og fjaðrandi sóla sem í situr einfaldur ullarsokkur. Hér njóta eiginleikar íslensku ullarinnar sín til fulls í nýju samhengi götutísku og ungmenningar.



