Taktu þátt að móta hið nýja evrópska Bauhaus
Hið nýja evrópska Bauhaus snýst um skapandi samstarf með það markmið að efla sjálfbærni, samstöðu, gæði og fagurfræði og er mikilvægur hluti af nýjum áherslum Evrópusambandsins á umhverfismál, efnahagsmál og menningu.
Norrænum arkitektum, hönnuðum, listamönnum, verkfræðingum, vísindamönnum, frumkvöðlum, námsmönnum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í að móta norræna áherslur fyrir hið nýja evrópska Bauhaus.
Á þessum samnorræna hönnunar- og hugmyndaviðburði fræðast þátttakendur um verkefnið og fá einstakt tækifæri til að deila góðum dæmum, nýjum hugmyndum og lausnum við yfirvofandi áskorunum sem við erum öllum að glíma við.
Dagsetning: 24. mars
Tími: 12-16 CET
Um rafrænan viðburð er að ræða.
Viðburðurinn er skipulagður af umhverfisráðuneyti Finnlands í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, mennta- og menningarmálaráðuneyti Finnlands, Archinfo í Finnland, DogA hönnun og arkitektúr Noregi og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.