Tatiana Bilbao til landsins í tilefni af 20 ára afmæli arkitektúrdeildar LHÍ
Arkitektafélag Íslands og LHÍ fagna þeim tímamótum að í 20 ár hefur arkitektúrdeild verið starfrækt við LHÍ og í vor útskrifuðust fyrstu meistarasnemarnir í arkitektúr á Íslandi. Að því tilefni hefur AÍ og LHÍ boðið til landsins hinum þekkta arkitekt, Tatiönu Bilbao, sem í byrjun október mun halda vikulanga vinnustofu fyrir nemendur við arkitektúrdeild LHÍ. Reykjavíkurborg tekur þátt í þessum fögnuði og býður fagsamfélaginu upp á opinn fyrirlestur.
Við bjóðum nú ykkar fyrirtækjum einnig að taka þátt í þessum viðburði með því að gerast styrktaraðilar. Upphæðin er valkvæð en hér eru þrjú viðmið, 15.000kr - 30.000 kr - 50.000 kr. Allir styrkaðilar verður getið sérstaklega í kynningarefni fyrir opna fyrirlesturinn.
Hér eru bankareikningsupplýsingar. Kvittun verður send fyrir framlaginu.
Kt. 4201690949
BNR: 0101-26-003012
Ef einhverjar spurningar vakna þá hvetjum við þig að hafa beint samband við formann félagsins, Sigríði Maack, á netfangið: formadur@ai.is
Með ósk um góðar móttökur
Arkitektafélag Íslands